Logo for Laufið and a leave next to it.

Laufið er stafrænn vettvangur sem leiðir fyrirtæki

og neytendur í vegferð að sjálfbæru samfélagi

Green leave

Hagnýt verkfærakista fyrir fyrirtæki

Laufið er stafrænn vettvangur þar sem stjórnendur íslenskra fyrirtækja geta sameinast og hagnýtt sér fjölbreytt verkfæri í vegferð að sjálfbærari fyrirtækjarekstri, samfélagslegri ábyrgð og í baráttunni við loftslagsvánna.

Sjá meira

Laufið er fyrsta græna íslenska upplýsinga-veitan. Henni er ætlað að valdefla neytendur og gefa þeim kost á að taka upplýstar ákvarðanir um neyslu sína eftir því hversu vel fyrirtæki eru að standa sig í sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð.

Sjá meira

Green leave

Græn upplýsingaveita 
fyrir neytendur

Velkomin á kynningarsíðu Laufsins. Hugbúnaðurinn er enn í þróun og stefnt er að hann fari í loftið á haustmánuðum.

Hlaðvarp

Laufið - Hlaðvarp fjallar um sjálfbærni fyrir stjórnendur fyrirtækja á mannamáli. Við ræðum um grænar umbyltingar og breytta stjórnunar-hætti sem eru að eiga sér stað í íslensku atvinnulífi og allt í kringum okkur. Græna umbyltingin segir okkur frá stjórnendum sem eru leiðandi afl í áttina að sjálfbærara og vistvænna samfélagi.

Hlustaðu hér

Laufið í þróun

Laufið er í sífelldri þróun og eitt af þeim stóru verkefnum sem eru framundan er að atvinnugreinamiða allt kerfi Laufsins. Vinna hefur nú þegar hafist með stórum atvinnugreinum og það verður spennandi að segja frá því samstarfi þegar á líður.

Stór hluti af þeirri vinnu snýr einnig að fræðsluvettvangi Laufsins. Laufið verður miðstöð sjálfbærnifræðslu fyrir atvinnulífið og einstaklinginn. Á einum stað mun vera hægt að nálgast fræðslu um allt sem snýr að sjálfbærni. Mikilvægt er að þekkingu sé miðlað með fjölbreyttum miðlunarleiðum og nái til sem allra flestra, en það felur einnig í sér hagnýtar aðgerðir eins og þær sem er að finna á fyrirtækjavettvangi Laufsins.