Um okkur
Við bjóðum upp á stafrænan vettvang sem stuðlar að sjálfbærri þróun íslensks atvinnulífs.
Okkur finnst mikilvægt að öll þróun, samskipti og miðlun sé drifin áfram af þekkingu og heilindum, þess vegna starfa hjá Laufinu sérfræðingar á sviði umhverfis- & sjálfbærnimála, hugbúnaðarþróun, grafískri hönnun, og markaðsmála & sölu.
Kjarni Laufsins
Á hverju byggist hugmyndin að Laufinu?
Gagnaöflun
Frá árinu 2020 hefur mikil gagnaöflun átt sér stað til að styrkja stoðir hugmyndarinnar. Það má því segja að Laufakerfið okkar sé eins og stórt púsluspil þar sem púslbitarnir eru gögnin.
Samtal við sérfræðinga & þekkingaraðila
Snemma í þróunarferlinu var leitað til fjölbreyttra sérfræði- og þekkingaraðila eins og til Umhverfisstofnunnar, Landverndar, Ungra umhverfissinna og fleiri aðila til að rýna hugmyndina, styrkja hana og koma á sambandi og vettvang til að deila þekkingu. Virk þekkingaröflun og samtal við þekkingaraðila og viðskiptavini mun ávallt verða lykilverkfæri í áframhaldandi viðskipta-, hugbúnaðar- og efnisþróun.
Viðmið
Við þróun á Laufakerfinu voru viðmið vottana eins og Svansins, ISO 14001, Evrópublómsins, Bra Miljöval og Bláa Engilsins rýndar. Einnig voru viðmið flokkunarkerfis ESB, European Commission GPP, Handbók Festu og Heimsmarkmið SÞ skoðuð, svo eitthvað sé nefnt. Laufið er ekki vottunaraðili en hugbúnaðurinn byggist á fyrrgreindum viðmiðum.
Græn skref atvinnulífsins
Græn skref atvinnulífsins, sem eru hluti af Laufakerfinu, eru einnig að stórum hluta byggð á Grænum skrefum Umhverfisstofnunnar sem stofnunin hefur rekið síðan 2014. Aðlögun á grænu skrefunum hefur verið unnið í góðu samtali við Umhverfisstofnun.
Teymið
Ágústa Finnbogadóttir
Framkvæmdastjóri
Sóley Kristinsdóttir
Í orlofi
Sveinborg K. Daníelsdóttir
Sjálfbærniráðgjafi
Ásta Ágústsdóttir
Sjálfbærniráðgjafi og hönnuður
Victor Pálmarsson
Sala- og þjónusta
Rahmon Anvarov
Bakenda forritari
Bergþór Þrastarson
Vef- & app forritari
Musso Mirkholov
Vefforritari