Laufin

Um okkur

Hugmyndin um Laufið fæddist síðla árs 2020 og hefur vaxið og dafnað síðan. Við höfum lagt okkur fram við að skapa stafrænan vettvang og þjónustu ætlaða til að hafa samfélagsleg áhrif. Mikil áhersla er lögð á að hlustað sé á rödd framtíðar viðskiptavina og notenda ásamt sérfræðinga við bestun á Laufinu.

Þjónusta við fyrirtæki og stjórnendur þeirra

Laufið er stafrænn vettvangur þar sem stjórnendur íslenskra fyrirtækja geta sameinast og hagnýtt sér fjölbreytt verkfæri í vegferð að sjálfbærari fyrirtækjarekstri, samfélagslegri ábyrgð og í baráttunni við loftslagsvánna.

Eftir samtal við stjórnendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi var ljóst að fyrirtækjunum skortir hagnýt verkfæri til að stýra og taka þátt í aðgerðum sem stuðla að sjálfbærari fyrirtækjarekstri. Verkfærakista og hvatakerfi Laufsins leitast við að svara kalli stjórnenda fyrirtækja með því að leiða þau áfram í einföldum en mikilvægum aðgerðum sem draga úr umhverfisspori fyrirtækjanna og hjálpa til við að stuðla að ábyrgu samfélagi.

Kolefnisspor, heimsmarkmiðin og aðgerðaáætlun
Skjáskot af appi Laufsins

Þjónusta við neytendur

Laufið er fyrsta græna íslenska upplýsingaveitan. Henni er ætlað að valdefla neytendur og gefa þeim kost á að taka upplýstar ákvarðanir um neyslu sína eftir því hversu vel fyrirtæki eru að standa sig í sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð.

Á laufid.is munu öll geta leitað að fyrirtækjum, vörum og þjónustu. Neytendur munu geta séð nákvæmlega hvað fyrirtæki eru að gera í umhverfis- og sjálfbærnimálum, gert samanburð á milli fyrirtækja, leitað að vottuðum vörum og tekið upplýstar ákvarðanir um hvaða vörur og þjónustu þau kjósa að versla og við hvaða fyrirtæki.

Teymið

Raquelita Rós Aguilar

Raquelita Rós Aguilar

Framkvæmdastjóri

Vala Smáradóttir

Vala Smáradóttir

Vöru- & þróunarstjóri

Aðalbjörg Egilsdóttir

Aðalbjörg Egilsdóttir

Fræðslumál

Sóley Kristinsdóttir

Sóley Kristinsdóttir

Í orlofi

Sveinborg K. Daníelsdóttir

Sveinborg K. Daníelsdóttir

Sjálfbærniráðgjafi

Ásta Ágústsdóttir

Ásta Ágústsdóttir

Sjálfbærniráðgjafi og hönnuður

Victor Pálmarsson

Victor Pálmarsson

Sala- og þjónusta

Rahmon Anvarov

Rahmon Anvarov

Bakenda forritari

Bergþór Þrastarson

Bergþór Þrastarson

Vef- & app forritari

Musso Mirkholov

Musso Mirkholov

Vefforritari