Markmið Laufsins er að gera sjálfbæra þróun aðgengilegri
Innan Laufsins starfar kraftmikið teymi sem er drifið áfram af þeirri hugsjón að gera betur í dag en í gær, og að öll ættum við að hafa tækifæri á að gera slíkt hið sama.
Okkar markmið er að gera sjálfbæra þróun aðgengilegri, og auðvelda fyrirtækjum að koma orðum í verk með aðgerðamiðuðum og markvissum hætti. Þannig náum við árangri og erum hreyfiafl jákvæðra breytinga í íslensku atvinnulífi.
Hugbúnaðurinn fór í loftið í nóvember 2022. Síðan þá hefur hann tekið hröðum breytingum í takt við sífellt breytilegt landslag reglugerða og krafa sem settar eru á atvinnulífið varðandi upplýsingagjöf um sjálfbærni.
Auk þess höfum við verið í farsælu samstarfi við hina ýmsu fagaðila í viðskiptalífinu ásamt því að vera í nánu samtali við viðskiptavini Laufsins.