Markviss og heildræn nálgun í sjálfbærnimálum

Í hugbúnaði Laufsins má nálgast handhægar lausnir sem mæta þörfum allra fyrirtækja á vegferðinni að sjálfbærari rekstri, óháð stærð og starfsgrein.

Yfir 100 aðgerðamiðuð skref

Aðgerðir Laufsins skiptast í stór og smá skref í flokkunum umhverfi, félagslegir þættir og stjórnarhættir. Þau telja til mismunandi stiga. Laufið byggir á samfélagslegu trausti og því merkja notendur við já ef þeir telja sig hafa lokið smáu skrefunum. Við stóru skrefin þarf hins vegar ýmist að hlaða upp gögnum til staðfestingar, slá inn tölulegar upplýsingar eða færa rökstuðning fyrir svarinu.

Settu þér markmið og forgangsraðaðu aðgerðum

Til að ná árangri er gott að setja sér skýr, mælanleg, aðgerðamiðuð, raunhæf og tímasett markmið. Að setja sér markmið ásamt ítarlegri aðgerðaáætlun er liður í að búa til sjálfbærnistefnu. Hægt er að tímasetja aðgerðina, merkja við ábyrgðaraðila, forgangsraða og setja inn athugasemdir sem aðeins eru sýnilegar þér.

Reiknaðu kolefnislosun frá rekstri

Kolefnisreiknir Laufsins nær utan um umfang 1 og 2 ásamt einum lið í umfangi 3. Markmið okkar er að ná utan um alla liði í framtíðinni. Reiknirinn er auðveldur í notkun og leiðir notendur áfram. Útskýringar eru við hvern lið og upplýsingar um hvaða gögn þarf að hafa til. Reiknivélin er byggð á GHG staðli (e. Greenhouse Gas Protocol), með losunarstuðlum frá DEFRA, í bland við séríslenska losunarstuðla fyrir hita og rafmagn.

Væntanlegt í vor 2024

Virkjaðu birgja í þinni virðiskeðju

Stærsti áskriftarpakki Laufsins gerir fyrirtækjum kleift að bæta þeim fyrirtækjum sem þau eiga viðskipti við í virðiskeðju sína sem birgja. Þetta veitir fyrirtækjum mikilvæga yfirsýn yfir sjálfbærnistarf birgja sinna í sérhönnuðu mælaborði.

Betri UFS yfirsýn

Með lausn Laufsins fá stjórnendur aukna yfirsýn yfir árangur fyrirtækisins á sviði umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta.

Umhverfi
Loftslagsáhrif
Bætt auðlindanýting
Umhverfisvænni samgöngur
Hagkvæmari innkaup
Félagslegir þættir
Réttindi starfsfólks
Heilsa og öryggi
Fjölbreytileiki og jöfnuður
Símenntun
Stjórnarhættir
Bættir stjórnarhættir
Persónuvernd
Spilling og mútur
Vernd uppljóstrara

Aukið traust og samkeppnishæfni

Sjálfbærni og samfélagsábyrgð, sem og gagnsæi í upplýsingagjöf, er undirstaða árangursríkra viðskipta og verður sífellt stærri partur í ákvörðunartöku neytenda. Hugbúnaður Laufsins skapar tækifæri fyrir stjórnendur að koma sjálfbærniupplýsingum á framfæri á skýran og gagnsæjan hátt til hagaðila.

Prófaðu frítt