Rannsóknir sýna að þegar umhverfisvitund eykst hjá starfsfólki, fylgir rekstrarvitundin í kjölfarið.
Markmið stöðumatsins er að mæla stöðu sveitarfélagsins í þessum þáttum og sýna á raunhæfan hátt hvernig aukin fræðsla og markviss nálgun getur skilað bæði umhverfislegum og fjárhagslegum ávinningi.
Val á stofnunum
Sveitarfélagið velur 6–10 stofnanir sem taka þátt í úttektinni. Þær eru valdar þannig að þær endurspegli mismunandi rekstrarform og starfsemi innan sveitarfélagsins.
Úttekt og greining
Laufið framkvæmir úttekt sem felur í sér greiningu á lykilþáttum eins og hita-, rafmagns- og úrgangskostnaði. Samhliða því eru framkvæmdar heimsóknir í stofnanirnar þar sem metin er umhverfisvitund starfsfólks og verklag metið út frá samræmdum viðmiðum. Niðurstöður eru síðan settar í samhengi við rekstrarkostnað og auðlindanýtingu sveitarfélagsins.
Skýrsla og niðurstöður
Sveitarfélagið fær aðgang að niðurstöðunum í gegnum skýrslu innan sex vikna. Skýrslan sýnir hvar tækifærin liggja til að bæta nýtingu auðlinda, draga úr sóun og auka rekstrarhagkvæmni og leggur grunn að markvissri fræðslu og aðgerðum til framtíðar.
