Aðgerðakerfi Laufsins byggir á traustum grunni viðurkenndra alþjóðlegra staðla og samstarfsverkefna sem styðja við ábyrgan og árangursdrifinn rekstur. Kerfið nýtir aðferðafræði sem mælir árangur fyrirtækja út frá umhverfislegum, félagslegum og stjórnarlegum þáttum. Við byggjum á þekkingu og viðmiðum frá Umhverfis- og orkustofnun og helstu alþjóðastofnunum sem setja ramma um ábyrg vinnubrögð, meðal annars SASB, GRI, UN Global Compact og Nasdaq ESG Guide.
Umhverfis- og Orkustofnun: Umhverfisaðgerðir Laufsins byggja á verkefninu Græn skref, sem veitir fyrirtækjum traustan ramma til að vinna að kerfisbundnum umbótum í umhverfismálum í daglegum rekstri Laufsins byggja á verkefninu Græn skref samkvæmt og veitir traustan ramma fyrir kerfisbundnar umbætur í umhverfismálum í daglegum rekstri.
Með þessum stöðlum að leiðarljósi hjálpar Laufið fyrirtækjum að innleiða aðgerðir sem hafa raunveruleg áhrif á rekstur, styrkja traust og bæta árangur til lengri tíma.
Kerfið inniheldur yfir 120 aðgerðir sem skiptast í þrjá meginflokka:
Umhverfislegir þættir
Félagslegir þættir
Stjórnarþættir
Hver flokkur skiptist síðan í undirflokka sem gera stjórnendum kleift að nálgast verkefnin á skipulegan og framkvæmanlegan hátt.
Þessi uppbygging tryggir að fyrirtæki geti unnið markvisst að umbótum í öllum helstu þáttum rekstursins – allt frá auðlindanýtingu og starfsumhverfi til gagnsæis og stjórnarhátta.