Um hugbúnaðinn
Laufið er stafrænn vettvangur sem leiðir stjórnendur fyrirtækja áfram í einföldum en mikilvægum aðgerðum sem hjálpa til við að stuðla að ábyrgu samfélagi.
Allar aðgerðir eru framkvæmdar í sérhönnuðu stjórnendakerfi (e. admin system) þar sem að upplýsingarnar birtast almenningi inn á upplýsingaveitu Laufsins.
Prófaðu hugbúnaðinn okkar
frítt í 30 daga

Laufin og Græn skref atvinnulífsins
Laufin þrjú byggja á megin stoðum sjálfbærrar þróunar; Umhverfi, félagslegir þættir og stjórnarhættir.
Undir hverju Laufi eru stór og smá græn skref atvinnulífsins sem fyrirtæki og stofnanir geta stigið. Þessi skref samanstanda af fjölmörgum hugmyndum og aðgerðum sem fyrirtæki og stofnanir geta tileinkað sér á sinni sjálfbærnivegferð.
Umhverfi
Félagslegir þættir
Stjórnarhættir
Stóru skrefin gilda 10 stig þar sem þau eru þyngri og hafa því meira vægi. Smáu skrefin gilda þá ýmist 1 eða 5 stig og eru einfaldari og oft fljótari í framkvæmd. Því fleiri stór og smá skref sem stigin eru, því hærra er þá prósentuhlutfallið.
Græn skref atvinnulífsins eru að stórum hluta byggð á aðgerðum úr Grænum skrefum fyrir ríkisstofnanir sem rekin eru af Umhverfisstofnun, en hafa hér verið aðlöguð, af Laufinu, fyrir atvinnulífið.