Heildarlausn til að
draga úr sóun og bæta
rekstur sveitarfélaga
Í hugbúnaðinum fá sveitarfélög verkfæri sem styðja við markmið þeirra um skilvirkari rekstur og betri nýtingu fjármuna. Lausnirnar gera stofnunum kleift að bera saman árangur, vinna þéttar saman og skapa forsendur fyrir gagnadrifinn rekstur og ábyrg vinnubrögð.
Kjarnalausnir fyrir sveitarfélög
Grænu skrefin
Laufaskólinn
Loftslagsbókhald
Birgjamat
Markmið
Vöru grunnur
Sóunargreining
SamanburðurStöðumat
Mæling á umhverfisvitund í völdum stofnunum.
Niðurstöður settar. Í samhengi við rekstrarkostnað sveitarfélagsins.
Niðurstöður kynntar innan 6 vikna.Mælaborð fyrir sveitarfélög
Í Laufinu hafa sveitarfélög aðgang að miðlægu mælaborði sem sýnir árangur stofnana og sveitarfélagsins í heild. Heildstæð yfirsýn skapast því fyrir ábyrgðaraðila rekstrar- og umbótamála hjá sveitarfélögum, sem skapar færi til að ná settum markmiðum og bæta nýtingu fjármuna.
Yfir 120 aðgerðamiðuð skref
Aðgerðir Laufsins eru hannaðar til að gera fyrirtækið skilvirkara, draga úr sóun og auka arðsemi. Kerfið byggir á alþjóðlega viðurkenndri UFS-aðferðafræði þar sem lögð er áhersla á umhverfislega, félagslega og rekstrartengda þætti – því rannsóknir sýna að ávinningur og hagkvæmni felast í öllum þessum flokkum. Með því að vinna markvisst í þessum þáttum byggir þú upp sterkara, traustara og arðbærara fyrirtæki til framtíðar.
Settu þér markmið og forgangsraðaðu aðgerðum
Laufið hjálpar stjórnendum að halda utan um markmið, skipuleggja aðgerðir og fylgjast með árangri yfir tíma. Þannig verður auðveldara að sjá framvindu, forgangsraða verkefnum og tryggja að markmiðin náist á skilvirkan hátt.
Reiknaðu kolefnislosun frá rekstri
Kolefnisreiknir Laufsins sýnir hversu mikið fyrirtækið losar og hvar stærstu áhrifin liggja.Með því að reikna kolefnissporið er í raun verið að slá tvær flugur í einu höggi með því að uppfylla nýjar kröfur um gagnsæi og ábyrgð, en einnig að greina hvar sóun, óhagkvæmni og tækifæri til hagræðingar eru til staðar.
Reiknivélin byggir á GHG-staðli og losunarstuðlum frá DEFRA, ásamt íslenskum stuðlum fyrir hita og rafmagn. Hún er einföld í notkun og leiðir stjórnendur í gegnum ferlið skref fyrir skref.
Betri yfirsýn yfir lykilþætti rekstursins
Með því að greina þessa þætti á einfaldan hátt fá fyrirtæki betri stjórn á árangri, geta dregið úr sóun og aukið rekstrarhagkvæmni til framtíðar.